Recite

Recite er vefsíða sem býr til poster eða spjald á mjög auðveldan máta, það er hægt að velja um ýmsa möguleika á uppsetningu og svo er hægt að deila spjaldinu á samfélagsmiðlum eða fá það sent í pósti. Heimasíða: www.recite.com

Weebly

Weebly er heimasíða þar sem hægt er að búa til persónulegar heimasíður.  Gott til miðlunar upplýsinga og einfalt að búa til flotta síðu á stuttum tíma.  Hægt að draga hluti til á síðunni sem auðveldar innsetningu og skipulag á efni. Slóð: http://www.weebly.com/

Wikispaces

Wikispaces er sérhönnuð síða fyrir menntastofnanir til að stofna wikisíður með nemendum. Hægt er að stofna samfélag um wikisíður og nota t.d. í hópavinnu. Athugið að einnig er hægt að setja upp wiki síður í Moodle. Slóð: https://www.wikispaces.com

Wix

Wix er vefsíða þar sem hægt er að skrifa blogg eða halda úti vefsíðu á einfaldan hátt.  Einföld leið til að setja fram efni og hægt að draga til vefsíðuhluti eftir vild. Slóð: http://www.wix.com/