Menntaskólinn að Laugarvatni er með samning við Microsoft og fær þess vegna aðgang að Office 365 skýi Microsoft.
Þetta þýðir að nemendur og kennarar hafa ókeypis aðgang að eftirfarandi:
- nýjasta Office pakkanum (Office 365)
- tölvupósti með @ml.is netfangi
- Onedrive sem er gagnageymsla í skýi 1 T af stærð
- Sway www.sway.com til einfaldrar vefsíðugerðar
- Onenote til að glósa
- Teams til hópavinnu og allrar samvinnu
Tölvukostur í ML er með besta móti. Í tölvuveri eru 14 borðtölvur sem keyptar voru haust 2015 og nemendur hafa aðgang að. Borðtölvur og skjávarpar eru í öllum skólastofum og öflugt þráðlaust net um öll húsakynni.
Í ML er Moodle notað sem námsumsjónarkerfi og Inna sér um að halda utan um nemendaskráningu.