Tellagami

Tellagami er app fyrir Android og IOS þar sem hægt er að búa til stutta frásögn með teiknimynd.  Kjörið fyrir tungumálakennslu eða þar sem þarf að koma stuttum skilaboðum á framfæri með því að tala. Slóð: https://tellagami.com/

Weebly

Weebly er heimasíða þar sem hægt er að búa til persónulegar heimasíður.  Gott til miðlunar upplýsinga og einfalt að búa til flotta síðu á stuttum tíma.  Hægt að draga hluti til á síðunni sem auðveldar innsetningu og skipulag á efni. Slóð: http://www.weebly.com/

Slideshare

Slideshare er svæði þar sem hægt er að deila glærum og einnig er hægt að finna mikið safn af upplýsingum þar.  Mjög margir aðilar deila sínum glærum þar og hægt er að nálgast þær til að nota. Slóð: http://www.slideshare.net/ 

Wikispaces

Wikispaces er sérhönnuð síða fyrir menntastofnanir til að stofna wikisíður með nemendum. Hægt er að stofna samfélag um wikisíður og nota t.d. í hópavinnu. Athugið að einnig er hægt að setja upp wiki síður í Moodle. Slóð: https://www.wikispaces.com

Wix

Wix er vefsíða þar sem hægt er að skrifa blogg eða halda úti vefsíðu á einfaldan hátt.  Einföld leið til að setja fram efni og hægt að draga til vefsíðuhluti eftir vild. Slóð: http://www.wix.com/