Hér verður sýnt hvernig best er að flytja efni úr gömlum áfanga yfir í nýjan áfanga í Moodle.

  • Inní nýja áfanganum er farin í tannhjólið í hægra horninu efst
  • Þar er valið Import og smellt á það

  • Þegar þangað er komið er hægt að leita að gömlum áfanga t.d. DANS2MB05-1F
    • Athugið að leita eftir Short name áfangans.

    • Þegar áfanginn er fundinn er hann valinn
    • Síðan er smellt á Continue

    • Í flestum tilfellum er hægt að smella á Jump to final step án þess að breyta neinu
      • Ef það eru einhverjar sérstakar breytingar sem þarf að gera þá er smellt á Next og þá er hægt að breyta því sem maður vill flytja inn t.d. ef um sérstaka hluta er að ræða

    Þá fer innflutningur af stað og allir þættir gamla áfangans ættu að vera komnir í þann nýja