Hvað er í boði í upplýsingatækninni í ML
Í Menntaskólanum að Laugarvatni er leitast við að nota nýjustu tækni til kennslu. Upplýsingatækni er mikilvægur þáttur í skólastarfinu.
Menntaskólinn að Laugarvatni nýtir skýjaþjónustu Menntaskýsins sem hýst er hjá Háskóla Íslands.
Office 365
Hvaða tól og tæki geta nemendur nýtt sér!
Nemendur hafa ókeypis aðgang að eftirfarandi:
- nýjasta Office pakkanum í sínar tölvur (O365)
- tölvupósti með @ml.is netfangi
- Onedrive sem er gagnageymsla í skýi 1 T af stærð
- Teams til hópavinnu og allrar samvinnu
- Onenote til að glósa
- fjölda verkfæra sem fylgja O365


Menntaskólinn að Laugarvatni
Tækjakostur í skólanum
Tölvukostur í ML er með besta móti. Í tölvuveri eru 14 borðtölvur sem nemendur hafa aðgang að. Borðtölvur og skjávarpar eru í öllum skólastofum og öflugt þráðlaust net um öll húsakynni. Einnig eru nokkrar stofur búnar gagnvirkum skjám ásamt fundarherbergjum.
Í ML er Moodle notað sem námsumsjónarkerfi og Inna sér um að halda utan um nemendaskráningu.
Nemendur
Útskrifaðir
Starfsmenn
STAFF
Verkefnastjóri UT í ML

Verkefna- og kerfisstjóri
Elín Jóna Traustadóttir
Elín Jóna hefur starfað við ML síðan haustið 2014 en er sjálf útskrifuð úr ML árið 1992. Ella Jóna er menntuð sem kennari með diploma gráðu í upplýsinga- og tæknimennt. Hún hefur einnig tekið mörg námskeið hjá Microsoft og MCP gráðu Microsoft.
Hægt er að leita til kerfisstjóra með ýmis tölvutengd vandamál hvort sem það er tengt tölvunni eða forritum sem verið er að vinna með.
Opnunartími þjónustu
Þriðjudaga 9 - 15
Miðvikudaga 9 - 15
Fimmtudaga 9 - 15
Skrifstofan er á 3. hæð fyrstu dyr til vinstri þegar komið er inná kennaraganginn.
Hafðu samband
Til að fá aðstoð hjá kerfisstjóra er best að senda beiðni í tölvupósti, einnig er hægt að hafa samband í gegnum Teams eða ef mikið liggur við í GSM síma.