Tellagami

Tellagami er app fyrir Android og IOS þar sem hægt er að búa til stutta frásögn með teiknimynd.  Kjörið fyrir tungumálakennslu eða þar sem þarf að koma stuttum skilaboðum á framfæri með því að tala. Slóð: https://tellagami.com/

Weebly

Weebly er heimasíða þar sem hægt er að búa til persónulegar heimasíður.  Gott til miðlunar upplýsinga og einfalt að búa til flotta síðu á stuttum tíma.  Hægt að draga hluti til á síðunni sem auðveldar innsetningu og skipulag á efni. Slóð: http://www.weebly.com/

Wikispaces

Wikispaces er sérhönnuð síða fyrir menntastofnanir til að stofna wikisíður með nemendum. Hægt er að stofna samfélag um wikisíður og nota t.d. í hópavinnu. Athugið að einnig er hægt að setja upp wiki síður í Moodle. Slóð: https://www.wikispaces.com

Onenote

Onenote er skipulags og glósuforrit sem er handhægt að nota til að glósa í tímum eða skipuleggja sig vel.  Það er til app fyrir Onenote í iPad og Android. Einnig er hægt að nota Onenote sem samstarfstæki með Onenote Class. Slóð: http://www.onenote.com/ Onenote Class